Erlent

Kókaín í tonnavís á Spáni

Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Tollverðir fóru um borð í skipið sem var á siglingu skammt út af borginni Almeira í suðausturhluta Spánar. Þeir fundu kókaínið í vatnstönkum skipsins og telja sig hafa rökstuddan grun um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis áður en þeir komu um borð. Skipið var á leið til Króatíu en áhöfn þess er frá Grikklandi og Ítalíu. Allt bendir til að skipverjarnir tengist stórum fíkniefnahring og því eru frekari handtökur sagðar líklegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×