Innlent

Tvöhundruð manns íhuga málsókn ef hæstiréttur staðfestir Essodóminn

Ker, fyrrverandi eigandi Esso, var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða Sigurði Hreinssyni viðskiptavini sínum fimmtán þúsund krónur í skaðabætur, vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Þá þarf olíufélagið að greiða málskostnað upp á hálfa milljón.

Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna segir málið hafa gríðarlega þýðingu fyrir skaðabótarétt neytenda í áþekkum málum í framtíðinni.

Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers segir að það gefi auga leið að menn séu ekki sáttir við niðurstöðuna. Ker hefur þegar ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

Neytendasamtökin segja að um tvö hundruð manns séu tilbúnir að höfða sambærileg mál gegn olíufélögunum verði dómurinn staðfestur í Hæstarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×