Erlent

CIA-mönnum stefnt fyrir rétt

Ítalskur dómari hefur stefnt 26 bandarískum mönnum fyrir rétt vegna ráns á egypskum kennimanni í Mílanó árið 2003. Flestir mannanna starfa fyrir leyniþjónustuna CIA en þeir eru sagðir hafa flutt klerkinn Osama Mustafa Hassan nauðugan í fangelsi í Egyptalandi vegna gruns um að hann tengdist hryðjuverkum. Hassan kveðst hafa sætt pyntingum meðan á vistinni stóð en hann var ekki látinn laus fyrr en síðastliðinn sunnudag. Réttarhöldin hefjast 8. júní og verða að líkindum þau fyrstu þar sem fjallað er um alræmda fangaflutninga Bandaríkjastjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×