Innlent

Skíðasvæði opin á Norðurlandi og Vestfjörðum

Myndin er úr Bláfjöllum en þar er er skíðasvæðið lokað.
Myndin er úr Bláfjöllum en þar er er skíðasvæðið lokað. MYND/Stefán Karlsson

Skíðasvæði eru opin víða á landinu. Hlíðarfjall er opið frá klukkan níu til fimm. Þriggja stiga frost var í fjallinu klukkan átta í morgun. Flestar skíðalyftur eru opnar og skíðafærið er frekar hart.

Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal við Ísafjörð eru opin frá klukkan tíu til fimm. Þar er ágætis færi, hiti við frostmark og skýjað en sér í sólarglætu út við Djúpið.

Skíðasvæðið í Tindastól við Sauðárkrók er lokað í dag.

Skíðasvæðið við Dalvík er opið milli tíu og fimm í dag. Þar er logn, þriggja stiga frost og gott skíðafæri.

Skíðasvæðið í Oddskarði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar verður líka opið milli níu og fimm og lítur út fyrir að færið verði gott. Þar er léttskýjað og um tveggja stiga frost. Allar lyftur verða opnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×