Erlent

Bretar áhyggjufullir vegna unglingadrykkju

Drykkja breskra unglinga hefur tvöfaldast á einum áratug, en þrefaldast hjá börnum á aldrinum 11-13 ára.
Drykkja breskra unglinga hefur tvöfaldast á einum áratug, en þrefaldast hjá börnum á aldrinum 11-13 ára. MYND/AP

Breskir læknar vilja sérstök meðferðarúrræði fyrir börn með áfengissýki. Börn allt niður í 12 ára aldur eru greind sem alkahólistar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Independent.

Vaxandi áhyggjur eru í Bretlandi vegna mikillar áfengisdrykkju. Aldrei hafa jafn margir unglingar frá tólf ára aldri þurft læknisaðstoð vegna hliðarverkana áfengisdrykkju.

Rannsókn blaðsins leiðir í ljós að þúsundir ungmenna fá meðferð á sjúkrahúsum árlega vegna áfengiseitrunar, lifrasjúkdóma og geðrænna vandamála vegna drykkju.

Læknar segja skorpulifur nú koma í ljós hjá unglingum. Það kalli á sérstök meðferðarúrræði fyrir þennan aldurshóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×