Erlent

Ár svínsins gengið í garð

Milljónir manna hafa verið á faraldsfæti innan Kína sem og til landsins alla þessa viku og er um að ræða eina mestu fólksflutninga á jörðinni. Ástæðan er þó ekki stríðsátök eða hungursneyð, heldur mun gleðilegri - nýja árið í kínverska tímatalinu er nefnilega gengið í garð þar í landi og nú taka við vikulöng hátíðahöld.

Ár svínsins er gengið í garð í Kína og er það talið færa mikla lukku og hamingju. Opinbert áramótafrí hefst á morgun og stendur yfir í um viku. Meira en 150 milljónir manna eru á faraldsfæti eingöngu innan Kína vegna áramótanna.

Kínversk sjúkrahús undirbúa sig sérstaklega fyrir nýja árið því börn sem fæðast á ári Svínsins teljast einstaklega heppin.

Vinsælt er að fá sér grísahöfuð í svanginn en rétturinn varð fyrst vinsæll í Peking fyrir um áratug. Þessi tískubóla í matargerð er þó ekki sérstaklega vinsæl og grísahöfuð eru ekki eftirsóttur réttur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×