Innlent

Þjóðhátíð Austurlands haldin í dag

Í dag er Þjóðahátíð Austurlands haldin í fjórða skiptið í Félagsheimilinu Skrúði í Fáskrúðsfirði. Á þjóðhátíðinni kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. Markmið hátíðarinnar er að styrkja samskipti og samgang, skilning og vináttu milli allra íbúa Austurlands.

Helga Jónsdóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar setur hátíðina og Amal Tamimi frá Alþjóðahúsi er heiðursgestur.

Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra og Sæunni Stefánsdóttur formanni innflytjendaráðs verður afhent skýrsla um innflytjendamál á hátíðinni.

Erlendir listamenn frá 13 löndum sýna verk sín, myndlist, ljósmyndun, leirlist, glerlist, indverkst henna, listasmiðju og tónlist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×