Innlent

Skógræktarfélagið ætlar að kæra Kópavogsbæ

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. MYND/Daníel

Allt að tólf metra há tré, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafa verið flutt í afgirt einkaland í Hafnarfjarðarhrauni,samkvæmt heimildum Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Hann upplýisir þetta í viðtali við Morgunblaðið, en eins og fram er komið, hefur Skógræktarfélagið falið lögmanni sínum að undirbúa kæru á hendur Kópavogsbæ vegna spjalla í Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×