Erlent

Kjötkveðjuhátíðin hafin í Ríó

Dansarar taka vel á því í sambakeppninni í gær.
Dansarar taka vel á því í sambakeppninni í gær. MYND/AP
Kjötkveðjuhátíðin hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Á fyrsta degi hennar var haldin mikil danskeppni en 13 sambaskólar kepptust þar um sigur. Talið er að kostnaður þeirra við þátttöku í keppninni sé nálægt 70 milljónum íslenskra króna. Í dag halda hátíðahöldin áfram með skrúðgöngum víðsvegar um borgina. Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er sú stærsta sinnar tegundar og laðar milljónir ferðamanna til Brasilíu ár hvert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×