Erlent

Mannrán nánast atvinnugrein

Ekki er óalgengt að stjórnmálamenn vopni hópa þorpara til að gæta hagsmuna sinna.
Ekki er óalgengt að stjórnmálamenn vopni hópa þorpara til að gæta hagsmuna sinna.

Þremur króatiskum starfsmönnum olíufélags var rænt í borginni Port Harcourt í Nígeríu í dag. Þá eru samtals níu útlendingar í gíslingu mismunandi hópa mannræningja í landinu. Það líður orðið ekki sú vika að útlendingum sé ekki rænt í Nígeríu og haldið gegn lausnargjaldi. Bandarískum verkfræðingi og ökumanni hans var sleppt úr haldi í dag, að greiddu lausnargjaldi.

Mannránin hófust í byrjun ársins og eru talin tengjast vaxandi spennu vegna kosninga sem haldnar verða í apríl. Nígería varð lýðræðisríki á ný árið 1999 eftir nær þriggja áratuga herforingjastjórn en ofbeldi og ódæðisverk eru enn hluti af hinu pólitíska ferli.

Ekki er óalgengt að stjórnmálamenn vopni gengi þorpara til þess að helga sér landsvæði og atkvæði, og þessir hópar skirrast ekki við að beita ofbeldi til að skara eld að eigin köku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×