Viðskipti innlent

Óvissa í Japan

Maður stendur við upplýsingaskilti um breytingar á gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan.
Maður stendur við upplýsingaskilti um breytingar á gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan. Mynd/AFP

Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum landsins. Greiningardeild Glitnis segir mikla óvissu ríkja um ákvörðun bankans og bendir á að jafnar líkur séu á því hvort vextirnir verði óbreyttir eða hækki um fjórðung úr prósenti. Vextirnir hafa ekki verið hækkaðir síðan um mitt síðasta ár eftir nokkurra ára núllvaxtastig.

Greiningardeildin segir nokkur titring hafa verið á mörkuðum vegna þessa. Japanska jenið hafi verið vinsæl sem fjármögnunarmynt meðal fjárfesta þar sem vextir séu hvergi lægri meðal þróaðra ríkja. Verði vextirnir hækkaði um 25 punkta á morgun verði það hæsta stýrivaxtastig í landinu í rúman áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×