Erlent

Íran: Árásaráætlun sögð tilbúin

Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gert áætlun um loftárásir á Íran sem beinist að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út á morgun. Íransforseti segist tilbúinn til viðræðna en hann gangist ekki undir þau skilyrði sem sett séu.

Samkvæmt áætluninni yrði ráðis á ýmislegt annað en kjarnorkuvinnslustöðvar. Hernaðarlega mikilvæg mannvirki yrðu einnig skotmörk, þar á meðal flugvellir og flotastöðvar. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran. Reynt verði að semja við stjórnvöld í Teheran.

Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út á morgun. Virðist lítið benda til þess að orðið verði við þeirri kröfu.

Á fréttavef BBC segir að staðfastur grunur um þróun kjarnorkuvopna í Íran gæti hrundið Bandaríkjamönnum af stað í hernaðaraðgerðir. Einnig gæti mannskæð árás á hermenn í Írak sem hægt væri að rekja til Írana orðið kveikjan að stríði.

Fyrrum sendiherra Breta í Íran, Sir Richard Dalton, segir að ef Bandaríkjamenn geri árás á Írana, sé líklegt að þeir eigi aðeins eftir að flýta þróun kjarnavopna sem verðið notuð í hefndarskyni.

Íransforseti sagði í morgun að hann vildi ræða við deilendur um kjarnorkuáætlun landsins en ætlaði ekki að hætta auðgun úrans og eins og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist. Setja þurfi sanngjarnari skilyrði áður en viðræður hefjist og þessi krafa sé það ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×