Erlent

Rússar hóta hörðum viðbrögðum

Rússneskur hershöfðingi hefur hótað hörðum viðbrögðum ef Bandaríkjamenn setja upp eldflaugavarnarkerfi í Tékklandi og Póllandi. „Ef ríkisstjórnir Tékklands og Póllands segja já þá getum við beint eldflaugum okkar að þessum mannvirkjum.“ sagði hershöfðinginn Nikolai Solovtsov í gær.

Solovtsov sagði það lítið mál að hefja framleiðslu á milli-langdrægum eldflaugum ef Rússland drægi sig úr Kalda stríðs samkomulaginu sem var undirritað árið 1987. Það skyldaði Rússa til þess að eyða öllum sínum eldflaugum sem náðu svo langt.

Bandaríkin segjast ekki vera að miða eldflaugum sínum á Rússland heldur sé kerfið hugsað sem vörn við eldflaugaárásum frá Norður-Kóreu og Íran. Því neita Rússar að trúa. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna sé úrelt kerfi frá tímum Kalda stríðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×