Innlent

Gæsluvarðhald vegna stærsta kókaínsmygls

Um er að ræða mesta magn kókaíns sem fundist hefur í einni sendingu hér á landi.
Um er að ræða mesta magn kókaíns sem fundist hefur í einni sendingu hér á landi. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsdóm yfir fertugum karlmanni sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa smyglað fjórum kílóum af kókaíni til landsins. Áætlað götuvirði efnanna gæti numið um 50 milljónum króna, en þetta er eitt mesta magn af kókaíni sem lagt hefur verið hald á hér á landi.

 

Tollgæslan fann efnin þrátt fyrir að þau væru vandlega falin í pallbíl sem fluttur var í skipi frá Cuxhaven í Þýskalandi þann 17. nóvember sl.

 

 

Maðurinn var handtekinn vegna málsins 9. febrúar og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann kærði úrskurð Héraðsdóms til Hæstaréttar.

Greint var frá þessu í fréttatíma Ríkisútvarpsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×