Erlent

Segist geta læknað alnæmi

Forseti Afríkuríkisins Gambíu telur sig hafa fundið lækningu við alnæmi. Hann segist hafa læknað marga landa sína með jurtameðulum og fyrirbænum. Hátt í fjörutíu milljón manns í heiminum þjást af alnæmi, flestir í Afríku.

Læknavísindin segja þetta ómögulegt en Yahya Jammeh, Gambíuforseti verður ergilegur þegar fréttamaður Sky dregur árangur hans í efa. Hann spurði hverja hann þyrfti að sannfæra. Fréttamaður svaraði að heiminn yrði að sannfæra og að ef hann gæti lækna sjúkdóminn bæri honum að deila lækningunni með öllum löndum heims. Það samþykkti forsetinn ekki og sagðist ekki þurfa að sannfæra þá sem trúðu honum ekki.

Forsetinn lagði fram gögn sem voru sögð sanna að sýktir hefðu læknast. Jurtablönduna mátti þó ekki skoða. Ef hún færi í hendur fréttamanna yrði hún send til efnagreiningar á rannsóknarstofu og það yrði ekki. Fréttamaður fékk að ræða vinn Ousman Sowe, einn sjúklinginn sem er sjálfur læknir. Hann sagðist læknaður. Hann teldi sig ekki lengur sýktann.

Meðferðin er styrkt af ríkinu. Heilbrigðisráðherra Gambíu velur hverjir fá hana. Sjúklingar hætt á lyfjum og fá meðferð á fimmtudögum. Gambía er vinsæll ferðamannastaður og hefur verið álitið framsækið land. Það gæti þó breyst.

Fadzai Gwarazimba, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Gambíu, segir engar vísindalegar sannanir styðja fullyrðingar forsetans. Auk þess verði að huga að áhrifum þeirra á íbúa. Þeir telji sig margir ranglega læknaða og því hætta á að þeir grípi til óábyrgrar hegðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×