Erlent

Hægt að læra af Sömum

Samar í Norður-Noregi hafa fundið fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í áratugi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif þeirra eru áþreifanlegri í loftslagi norðurheimskautsins. Vísindamenn ætla nú að kanna viðbrögð Sama við breytingunum svo hægt verið að læra af þeim.

Það eru vísindamenn við Háskólann í Kautokeino sem standa að rannsókninni næstu fjögur árin. Skoðað verður hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafi á íbúana og hvernig þeir hafi bjargað sér. Robert W. Corell er einn helsti sérfræðingur heims í loftslagsmálum og er stjórnandi sérverkefnis hjá Heinz-miðstöðinni þar sem rannsóknir í loftlagsmálum fara fram. Hann segir að hitnað hafi hraðar á svæði Sama en til dæmis í Ósló.

Corell segir Sama nú sjá vötn sín frjósa síðar á haustin og þýðu fyrr á vorin. Hann segir margt hægt að læra af reynslu Sama. Hvernig þeir hafi skynjað breytingarnar og lagað sig að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×