Innlent

Vilja virkja grasrótina

Samtökin voru stofnuð í kjölfar banaslysaöldu á síðasta ári.
Samtökin voru stofnuð í kjölfar banaslysaöldu á síðasta ári. MYND/Vilhelm

Samstaða, baráttusamtök um bætta umferðarmenningu, hvetja alla til að skrá sig í samtökin og vinna að fækkun alvarlegra umferðarslysa. Samtökin voru stofnuð í kjölfar slysaöldu á síðasta ári.

Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er þessu ári og hefur alvarlegum meiðslum á fólki fækkað. Steinþór Jónsson formaður samtakanna segir í fréttatilkynningu að það sé góð byrjun á löngu verkefni.

 

Markmiðið með skráningunni er að virkja grasrótina og fólkið á hverjum stað til "góðra verka" og nýrrar hugsunar svo takast megi að fækka alvarlegum umferðarslysum um land allt.

 

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur almenning að leggja málefninu lið með því að skrá sig á heimasíðu samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×