Innlent

Matvöruverð oftast lægst á Íslandi

MYND/Hrönn

Verð á matvöru á Norðurlöndunum var oftast lægst á Íslandi í nýrri skoðanakönnun félags íslenskra stórkaupmanna. Af tíu vörum sem athugaðar voru í lágvöruverðsverslunum var verðið sjö sinnum lægst á Íslandi. Í stórmarkaðsverslunum var verðið þrisvar sinnum lægst hér á landi.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri félags íslenskra stórkaupmanna sagði í Íslandi í dag í gærkvöldi að þetta staðfesti endanlega að kaupmenn stæðu sína plygt. Landbúnaðarstefna stjórnvalda héldi hins vegar uppi himinháu verði á kjötvörum og öðru, sem væru stór hluti af hefðbundinni matarkörfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×