Erlent

Bretar fækka um 1.500 hermenn í Írak

Breskir hermenn að störfum í Basra. Þeir hverfa brátt heim á leið.
Breskir hermenn að störfum í Basra. Þeir hverfa brátt heim á leið. MYND/AP
Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tilkynnti rétt í þessu að breskum hermönnum yrði fækkað um 1.600 á næstu mánuðum. Sem stendur eru 7.100 breskir hermenn í Írak en fjöldinn fer niður í 5.500. Meðal þess sem Blair nefndi sem ástæðu heimkvaðningarinnar var, að betur hefði tekist að tryggja öryggi á þeim svæðum sem Bretar hafa gætt í Írak, svo sem á Basra-svæðinu, heldur en t.d. í Baghdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×