Erlent

Egyptar handtaka tilræðismann

Palestinskir hryðjuverkamenn smygla miklu af vopnum um jarðgöng frá Egyptalandi tiol Gaza strandarinnar.
Palestinskir hryðjuverkamenn smygla miklu af vopnum um jarðgöng frá Egyptalandi tiol Gaza strandarinnar. MYND/AP

Tuttugu og þrír menn hafa verið handteknir í Egyptalandi eftir að palestinskur maður með sprengjubelti var handtekinn þar, en hann hafði komið þangað um jarðgöng frá Gaza ströndinni. Maðurinn ætlaði að fara í baðstrandarbæ á Sinai skaga, sem ísraelskir ferðamenn sækja mikið. Þar ætlaði hann að sprengja sig í loft upp og drepa eins marga Gyðinga og hann gæti.

Tilræðismenn hafa þrisvar ráðist á baðstrandarbæi á Sínaí skaga á síðasta tveimur og hálfu ári. Ísraelar kvarta oft yfir því að vopnum og sprengiefni sé smyglað frá Egyptalandi um jarðgöng, til Gaza strandarinnar. Egyptar segja að þeir geri hvað þeir geti til að stöðva það.

Á síðustu vikum hafa þeir fundið átján þúsund riffilskot, handsprengjur og eldflaugasprengjur, í jarðgöngum eða grafin í sandinn, við landamærin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×