Erlent

Fimmburar fæddust í Gaza-borg

Uppi varð fótur og fit á sjúkrahúsi í Gaza-borg í dag þegar palestínsk kona ól þar fimmbura. Von var á fjórum börnum í heiminn og það fimmta kom því í kaupbæti.

Móður og börnum, 4 drengjum og 1 stúlku, heilsast vel. Börnin voru tekin með keisaraskurði. Konan gekkst undir hormónameðferð til að geta orðið ófrísk þó hjónin eigi fyrir 6 ára dreng og 5 ára stúlku.

Mohammed, faðir barnanna, var að vonum ánægður en þó áhyggjufullur. Hann þarf að sjá fyrir fjölskyldu sinni og 11 ættingjum til viðbótar. Hann segist treysta á Guð til að hjálpa sér og sínum. Með vilja Guðs voni hann að yfirvöld hjálpi honum að kaupa bleyjur og barnamjólk þar sem hann sé opinber starfsmaður og fjárhagsstaða hans von nú um stundi vegna umsáturs um efnahag heimastjórnar Palestínumanna.

Met í fjölburafæðingu var ekki slegið í Gaza-borg í dag því fyrir tveimur árum eignaðis kona sexbura á sama sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×