Innlent

Borgarstjóri: Ekki kæra

Heiðmörk
Heiðmörk

Á fundi Skógræktarfélags Reykjavíkur í kvöld kom fram að Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur óskað eftir að félagið leggi ekki fram kæru vegna rasks sem orðið hefur í Heiðmörk.

Í yfirlýsingu frá Skógræktarfélaginu segir að borgarstjórinn hafi lýst yfir vilja til að beita sér fyrir lausn ágreiningsins vegna eignarspjalla og rasks í sambandi við vatnslögn í Heiðmörk.

 

Skógræktarfélagið hefur því ákveðið að fresta að leggja fram kæru til miðvikudagsins 28. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×