Körfubolti

Haukastúlkur í vænlegri stöðu

Aðeins kraftaverk getur nú komið í veg fyrir að deildarmeistarar Hauka verji titil sinn í kvennakörfunni eftir að Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði granna sína í Keflavík í kvöld 93-86. Haukastúlkur hafa fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik til góða á Keflavík sem er í öðru sætinu. Grindavík er svo aðeins tveimur stigum frá Keflavík í þriðja sætinu.

Haukastúlkur eiga eftir að spila fjóra leiki í deildarkeppninni og Keflavík og Grindavík þrjá, en Haukar og Keflavík eiga enn eftir að spila einn leik í deildarkeppninni og fer sá leikur langt með að skera úr um framhaldið.

Staðan í deildinni:

Haukar hafa 30 stig eftir 16 leiki, Keflavík 26 stig eftir 17 leiki, Grindavík 24 stig eftir 17 leiki, ÍS 14 stig í fjórða sæti og Breiðablik og Hamar eru föst á botninum með 4 og 2 stig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×