Viðskipti erlent

Metár hjá Nestlé

Ýmsar vörur frá Nestlé.
Ýmsar vörur frá Nestlé.

Hagnaður svissneska matvælarisans Nestlé nam 9,2 svissneskum frönkum, jafnvirði 492,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 13,8 prósenta aukning frá síðasta ári og methagnaður í sögu fyrirtækisins.

Fyrirtækið selur allt frá kaffi til pasta og kakós auk ýmissa mjólkurvara en hefur í auknum mæli snúið sér til sölu á heilbrigðari varningi. Þá keypti Nestlé meðal annars nokkur fyrirtæki í svipuðum geira, meðal annars eitt af dótturfélögum lyfjarisans Novartis sem framleiðir matvæli fyrir sjúkrahús auk þess sem fyrirtækið yfirtók rekstur bandaríska matvælafyrirtækisins Jenny Craig en það framleiðir ýmis konar vörur fyrir fólk sem hefur hug á að megra sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×