Innlent

Vilja stækka í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. MYND/Anton Brink.

Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins í dag.

Fundurinn telur að stækkun álversins hafi jákvæð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf til framtíðar, stuðli að eflingu iðnaðar og þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu auk þess að leggja Hafnfirðingum til auknar tekjur.

 

Fundurinn telur að stækkun álversins mun styrkja atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu og skapa um 350 störf við verksmiðjuna, auk fjölmargra starfa í þjónustu og iðnaði. Verksmiðjan muni einnig hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og efla hagvöxt til frambúðar. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar geti aukist um 370 - 590 milljónir árlega, vegna stækkunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×