Innlent

Ingibjörg Sólrún vill stytta vinnutíma

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ársfundinum í dag.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ársfundinum í dag. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Konur í baráttuhug var rauði þráðurinn á ársfundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, sem hófst í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ítrekaði þar að pólitíkin sé ennþá karlaheimur og hin pólitíska menning og leikreglur mótaðar af aldalöngu forræði karla.

Hún sagði að eitt af verkefnum Samfylkingarinnar væri að efla lýðræðismenningu sem leggur þær skyldur á herðar stjórnvalda að bera virðingu fyrir lífssýn mismunandi einstaklinga og hópa. Mismuna ekki fólki á grundvelli þátta, s.s. kynferðis eða lífsskoðana og gera sér far um að þróa lýðræðislega stjórnarhætti.

Flokkurinn vill sjá til þess að nóg fjármagn sé til staðar og fá fólk með þekkingu til að sinna málaflokknum. Einnig vill flokkurinn minnka launamun kynjanna, endurskoða refsilöggjöfina að því er lýtur að kynbundnu ofbeldi og stytta hinn virka vinnutíma í áföngum. Þannig sé vinnandi fólki auðveldað að samræma atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð. Að lokum beitir flokkurinn sér fyrir fullu jafnrétti milli karla og kvenna og lýsir sig reiðubúinn að axla ábyrgð á árangri í þeim málaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×