Innlent

Fækkar í grunnskólum -fjölgar í einkaskólum

Glaðbeittir nemendur í 7. bekk Álftamýrarskóla.
Glaðbeittir nemendur í 7. bekk Álftamýrarskóla. MYND/Gunnar V. Andrésson

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur grunnskólanemendum fækkað um 461 frá síðasta skólaári eða um 1,0%. Aftur á móti hefur nemendum í einkaskólum fjölgað um 100 frá fyrra ári, eða 21,2%. Gera má ráð fyrir að grunnskólanemendum haldi áfram að fækka því þeir árgangar sem eru að hefja grunnskólanám eru fámennari en þeir árgangar sem ljúka munu grunnskólanámi.

Sjö einkaskólar á grunnskólastigi eru starfandi og samtals eru 572 nemendur og hefur fjöldinn ekki verið svo mikill frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofu Íslands. Alls starfa 173 grunnskólar á landinu og hefur þeim fækkað um 4 frá árinu áður. Að meðaltali eru 18,6 nemendur í bekk og vex bekkjarstærð með hækkandi aldri nemenda. Að meðaltali eru fæstir nemendur í 1. bekk en flestir í 9. bekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×