Erlent

Rannsakað hvað olli lestarslysi

Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú hvað olli lestarslysi í norðvesturhluta landsins í gær. Kona á níræðisaldri týndi lífi í slysinu og átta liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. 120 manns voru um borð. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow þegar allir níu vagnar hennar fóru af sporinu í vatnahéraði Cumbríu norðvestur af Lundúnum.

Erfiðlega gekk að bjarga fólki úr flakinu í nótt og í morgun vegna þess að raflínur höfðu fallið á teinana og úrhellisrigning var á slysstað. Auðjöfurinn Richard Branson, sem á og rekur lestina, segir að bilun hafi orðið í lestarteinunum og nú þurfi að rannsaka hvað olli henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×