Erlent

Bensínbíll sprengdur við mosku

Það er ekki spurt hvort sprengjur springi í írak á degi hverjum, heldur hversu margar þær verða.
Það er ekki spurt hvort sprengjur springi í írak á degi hverjum, heldur hversu margar þær verða. MYND/AP

Að minnsta kosti 40 manns létu lífið og yfir 60 særðust þegar bensínflutningabíll með áfestum sprengjum sprakk í loft upp í grennd við mosku Súnní múslima í Írak í dag. Í gær gagnrýndi klerkur moskunnar hryðjuverkasveitir al-Kæda og er talið að árásin hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir það. Konur og börn voru meðal hinna föllnu.

Árásir á moskur eru tíðar í Írak, þar sem hryðjuverkamenn reyna að efna til átaka milli súnní og sjía múslima.

Í Bagdad heyrðist 20 háværar sprengingar í kvöld, hver á eftir annarri. Talsmaður íraska hersins sagði að þær væru frá bardögum við hryðjuverkamenn, en bandarískir og íraskir hermenn sækja þar gegn uppreisnarmönnum. Talsmaðurinn sagði ekki hver hefði verið valdur að þessum sprengingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×