Erlent

Dorrit með Hinriki í afmælisveislu

Hinrik Danaprins var með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands, upp á arminn í afmælisveislu Haraldar noregskonungs, í Ósló í gær. Haraldur er sjötugur og var slegið upp mikilli veislu í konungshöllinni.

Hátíðarhöld vegna afmælisins hófust á miðvikudaginn. Í gærdag kom konungsfjölskyldan saman í þjóðminjasafninu norska í Bygdøy. Konungur og hans nánustu hörkuðu af sér kuldann í fylgd fjölmiðla. Norskt handverk var skoðað og yngri fjölskyldumeðlimum gafst færi á að leika sér í snjónum.

Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til stórveislu. Þeir voru prúðbúnir gestirnir sem gengu inn í konungshöllina til að fagna þessum merka áfanga sem konungur náði á miðvikudaginn. Sjötugsafmæli Sonju konu hans var einnig fagnað í gær en hún á þó ekki afmæli fyrr en 4. júlí.

Meðal þeirra sem heiðruðu konungshjónin með nærveru sinni í gærkvöldi voru Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning hans, Albert prins af Mónakó og Haraldur Danaprins með Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands upp á arminn. Rétt á eftir þim gekk svo Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og við hlið hans var Pentti Arajärvi, eiginmaður Törju Halonen, Finnlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×