Erlent

Segir Írana hætta afskiptum af Írak

Bandarískir hermenn berjast í Bagdad.
Bandarískir hermenn berjast í Bagdad. MYND/AP
Íranar hafa hætt að þjálfa íraska hryðjuverkamenn og sjá þeim fyrir vopnum, á síðustu vikum, að sögn háttsetts írasks embættismanns. Hann telur að þeir vilji sjá hvort sókn bandarískra og íraskra hermanna í Bagdad geti leitt til friðar í höfuðborginni.

Mowaffaq al-Rubaie, þjóðaröryggisráðgjafi, sagði í samtali við CNN fréttastofuna að hann væri ekki í vafa um að Íranar hefðu breytt um stefnu á síðustu vikum. Þeir séu hættir að skipta sér af íröskum innanríkismálum.

Mowaffaq sagði að írönsk stjórnvöld hefðu einnig hvatt bandamenn sína meðal shía múslima til þess að breyta stefnu sinni og hætta afskiptum af átökunum í Bagdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×