Vandi einstæðar móður sem glímt hefur við afleiðingar heilablóðfalls leystur 26. febrúar 2007 18:30 Bæjarstjórnin í Mosfellsbæ hefur ákveðið að leysa úr vanda einstæðrar móður sem hefur verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og beðið í á þriðja ár eftir félagslegu húsnæði þar í bæ. Sjálf segist hún himinlifandi með málalokin. Eins og Fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá, hefur Steinunn Jakobsdóttir glímt við afleiðingar heilablóðfalls sem hún fékk aðeins 27 ára gömul. Samfara stífu endurhæfingaferli hafa hún og foreldrar hennar beðið um félagslegt húsnæði í Mosfellsbæ þar sem börn hennar tvö ganga í skóla. Á föstudag þegar við heimsóttum Steinunni í endurhæfingaríbúð Sjálfsbjargar var hún úrkula vonar um að fá lausn í þeim málum eftir síendurteknar neitanir af hálfu Mosfellsbæjar og sá hún fram á að vera húsnæðislaus á næsta fimmtudag. En í dag birti til í lífi Steinunnar. Hún sagði í samtali við Fréttastofu að í morgun hafi hún fengið símtal frá Ragnheiði Ríkarðsdóttir, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, þar sem hún sagði henni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að leita lausnar í húsnæðisvandræðum Steinunnar. Aðspurð um hvaða lærdóm hún hafi dregið af baráttu sinni fyrir félagslegum úrræðum í húsnæðismálum sínum, sagði hún brosandi að allt sé fötluðum fært, eina sem þurfi er að hafa bein í nefinu. Steinunn vildi líka koma á kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa haft samband við hana að undanförnu og tjáð henni stuðning sinn og aðstoð. Sá stuðningur hafi henni reynst ómetanlegur. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Bæjarstjórnin í Mosfellsbæ hefur ákveðið að leysa úr vanda einstæðrar móður sem hefur verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og beðið í á þriðja ár eftir félagslegu húsnæði þar í bæ. Sjálf segist hún himinlifandi með málalokin. Eins og Fréttastofa Stöðvar 2 hefur greint frá, hefur Steinunn Jakobsdóttir glímt við afleiðingar heilablóðfalls sem hún fékk aðeins 27 ára gömul. Samfara stífu endurhæfingaferli hafa hún og foreldrar hennar beðið um félagslegt húsnæði í Mosfellsbæ þar sem börn hennar tvö ganga í skóla. Á föstudag þegar við heimsóttum Steinunni í endurhæfingaríbúð Sjálfsbjargar var hún úrkula vonar um að fá lausn í þeim málum eftir síendurteknar neitanir af hálfu Mosfellsbæjar og sá hún fram á að vera húsnæðislaus á næsta fimmtudag. En í dag birti til í lífi Steinunnar. Hún sagði í samtali við Fréttastofu að í morgun hafi hún fengið símtal frá Ragnheiði Ríkarðsdóttir, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, þar sem hún sagði henni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að leita lausnar í húsnæðisvandræðum Steinunnar. Aðspurð um hvaða lærdóm hún hafi dregið af baráttu sinni fyrir félagslegum úrræðum í húsnæðismálum sínum, sagði hún brosandi að allt sé fötluðum fært, eina sem þurfi er að hafa bein í nefinu. Steinunn vildi líka koma á kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa haft samband við hana að undanförnu og tjáð henni stuðning sinn og aðstoð. Sá stuðningur hafi henni reynst ómetanlegur.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira