Innlent

Helmingur ellilífeyrisþega vill vinna

Margir vilja halda áfram að vinna þrátt fyrir að vera komnir á eftirlaunaaldur.
Margir vilja halda áfram að vinna þrátt fyrir að vera komnir á eftirlaunaaldur. MYND/Getty Images

Rúmlega helmingur eftirlaunaþega , sem ekki eru starfandi, segist gjarnan vilja vinna , ef það skerði ekki ellilífeyrinn. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur látið gera. Mikill meirihluti þeirra sagðist vera sáttur við laun á bilinu hundrað til tvö hundruð þúsund á mánuði.

Af þeim, sem ekki eru til í að vinna, báru 43 prósent við heilsuleysi, og 35 prósent áhugaleysi. Lang flestir þeirra, sem gætu hugsað sér að fara út á vinnumarkaðinn ef það skerti ekki eftirlaun, eða 66 prósent, gátu hugsað sér verslunarstörf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×