
Körfubolti
Njarðvíkingar geta tryggt sér efsta sætið í kvöld

Í kvöld fara fram fjórir leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta. Njarðvíkingar geta með sigri á Fjölni tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en liðin eigast við í Grafarvogi klukkan 19:15. Á sama tíma tekur Snæfell á móti Grindavík, Keflavík á móti Tindastól og Skallagrímur fær Þórsara í heimsókn.