Innlent

Vinsælasti bloggarinn bloggar á Vísi

Steingrímur Sævarr Ólafsson er vinsælasti bloggari landsins. Hann bloggar nú á Vísi.
Steingrímur Sævarr Ólafsson er vinsælasti bloggari landsins. Hann bloggar nú á Vísi.

Nýtt bloggsvæði leit dagsins ljós á Vísi í dag. Meðal þeirra sem blogga þar er Steingrímur Sævarr Ólafsson, vinsælasti bloggari landsins, sem hingað til hefur bloggað á mbl.is. Rúmlega 26 þúsund manns lesa bloggsíðu hans í viku hverri.

Dag hvern heimsækja milli 80 og 90 þúsund manns Vísi. Á síðustu mánuðum er búið að stórefla fréttaflutning á Vísi, bæði í almennum fréttum, viðskiptafréttum, íþróttafréttum, dægurfréttum og fréttum af tækni og vísindum. Með nýju bloggsvæði er enn verið að auka þjónustuna.

Langstærsta bloggsvæði landsins, BlogCentral með um 45 þúsund virk blogg, verður áfram á Vísi. Þeir sem þar skrifa eru beina flestir orðum sínum til fjölskyldu og vina en nýja bloggsvæðið, blogg.visir.is, er hugsað sem kraumandi pottur skoðanaskipta um málefni líðandi stundar.

Allir geta stofnað blogg á svæðinu með því að smella á BLOGG hér að ofan og smella síðan á orðið "Innskráning" ofarlega til vinstri. Fólk skráir sig inn með kennitölu. Hver getur einungis stofnað eitt blogg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×