Erlent

Giuliani leiðir í skoðanakönnunum

Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, en hann þykir líklegur til þess að hljóta útnefningu repúblikana til þess að etja kappi um forsetaembætti Bandaríkjanna.
Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, en hann þykir líklegur til þess að hljóta útnefningu repúblikana til þess að etja kappi um forsetaembætti Bandaríkjanna. MYND/AFP

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun TIME leiðir Rudoplh Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, frambjóðendur repúblikana. Hann leiðir John McCain, sem lýsti yfir framboði sínu í spjallþætti David Lettermans í gærkvöldi, með 14 prósentum.

Í sömu könnun kemur fram að Hillary Clinton hefur 12 prósenta forskot á Barack Obama en forskot Clinton var 19 prósent fyrir aðeins mánuði síðan. Töluvert hefur verið talað um að blökkumönnum í Bandaríkjunum þyki Obama of hvítur. Samkvæmt könnununni hefur hann þó unnið á á meðal þeirra og skiptast atkvæði blökkumanna nú nokkurn vegin jafnt á milli Hillary og Obama.

Skoðanakönnunina í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×