Erlent

Vill nýta geimverutækni gegn gróðurhúsaáhrifum

Gæti geimverutækni bjargað heiminum?
Gæti geimverutækni bjargað heiminum? MYND/vísir

Fyrrum varnarmálaráðherra Kanada, Paul Hellyer, sagði í gær að þjóðir heims þyrftu að deila með sér upplýsingum sínum um farartæki geimvera sem brotlent hefðu á jörðinni til þess að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga.

Hann fullyrðir að sú tækni sem að geimverur noti til þess að koma til jarðar hljóti að vera byggð upp á annarri og betri tækni en jarðarbúar þekkja. Hugsanlega gæti sú tækni nýtt annað eldsneyti í stað þess sem jarðarbúar nota nú og mengar svo mikið.

Hellyer var varnarmálaráðherra Kanada árið 1963 og gegndi því starfi í nokkur ár. Hann kom öllum á óvart árið 2005 þegar hann fullyrti að hann hefði séð fljúgandi furðuhlut. Hann er 83 ára.

Fréttavefur Yahoo sagði frá þessu í gærkvöldi.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×