Vel fylgst með tunglmyrkva 4. mars 2007 12:30 Tunglmyrkva varð vart víða um heim í gærkvöldi og nótt. Tunglið varð þá almyrkvað í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. Stjörnufræðingar og -skoðarar fylgdust áhugasamir með þegar tunglið dökknaði, roðnaði og varð síðan gráleitt og appelsínugult. Þetta var í fyrsta sinn síðan í lok október 2004 sem tunglmyrkvi sást frá Reykjavík. Myrkvinn nú sást nokkuð vel í höfuðborginni þrátt fyrir að það hafi verið skýjað. Hann sást vel annars staðar á landinu. Almyrkvinn hófst um stundarfjórðungi fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og lauk rétt um miðnætti. Tuglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er á milli sólar og tungls. Því getur tunglmyrkvi aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Þetta gerist þó ekki í hverjum mánuði því brautarplön tungls og jarðar eru ekki samsíða. Tunglbrautin hallar um fimm gráður frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt yfir eða undir tunglið. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að tunglmyrkvar séu ekki sjaldgæf fyrirbrigði þó sum ár verði enginn. Þeir geti þó orðið tveir á ári en sjaldgæfast sé að þeir verði þrír. Það gerðist síðast árið 1982 og sáust tveir þeirra frá Reykjavík. Næst gerist það árið 2485. Myrkvinn í gær sást vel frá Afríku, Evrópu, Suður-Ameríu og austanverðum Bandaríkjunum og Kanada og eins og sjá má á þessum myndum Egils Aðalsteinssonar, myndatökumanns, þá var hann falleg sjón. Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tunglmyrkva varð vart víða um heim í gærkvöldi og nótt. Tunglið varð þá almyrkvað í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. Stjörnufræðingar og -skoðarar fylgdust áhugasamir með þegar tunglið dökknaði, roðnaði og varð síðan gráleitt og appelsínugult. Þetta var í fyrsta sinn síðan í lok október 2004 sem tunglmyrkvi sást frá Reykjavík. Myrkvinn nú sást nokkuð vel í höfuðborginni þrátt fyrir að það hafi verið skýjað. Hann sást vel annars staðar á landinu. Almyrkvinn hófst um stundarfjórðungi fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og lauk rétt um miðnætti. Tuglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er á milli sólar og tungls. Því getur tunglmyrkvi aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Þetta gerist þó ekki í hverjum mánuði því brautarplön tungls og jarðar eru ekki samsíða. Tunglbrautin hallar um fimm gráður frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt yfir eða undir tunglið. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að tunglmyrkvar séu ekki sjaldgæf fyrirbrigði þó sum ár verði enginn. Þeir geti þó orðið tveir á ári en sjaldgæfast sé að þeir verði þrír. Það gerðist síðast árið 1982 og sáust tveir þeirra frá Reykjavík. Næst gerist það árið 2485. Myrkvinn í gær sást vel frá Afríku, Evrópu, Suður-Ameríu og austanverðum Bandaríkjunum og Kanada og eins og sjá má á þessum myndum Egils Aðalsteinssonar, myndatökumanns, þá var hann falleg sjón.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira