Erlent

Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar

Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð.

Yfirvöld í Venesúela segja að þetta sé ósvífin tilraun til þess að reyna að koma höggi á ferðamannaiðnað þjóðarinnar en þetta er í annað sinn á aðeins tveimur dögum sem að sprengjuhótun berst um flugvél á leið til Margarita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×