Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði síðdegis í gær að fimm ára dreng sem hvarf úr bíl móður sinnar á meðan hún verslaði í kvöldmatinn. Piltinum leiddist búðarrápið, eins og gjarnan er með karlmenn, og átti að bíða í bílnum á meðan. Þegar móðir hans kom aftur var hann horfinn.
Hún kvaddi til lögreglu sem svipaðist um eftir drengnum á svæðinu, án árangurs. Lögreglan fór þá að heimili drengsins, sem er dágóðan spöl frá búðinni.
Þar var fannst stráksi í mestu makindum. Það urðu því fagnaðarfundir þegar mæðginin hittust eftir búðarferðina.