Erlent

Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt

Pútin (t.h.) sést hér á fundi með aðstoðarráðherra sínum í dag.
Pútin (t.h.) sést hér á fundi með aðstoðarráðherra sínum í dag. MYND/AFP

Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu.

Stofnunin vill einnig fá niðurstöður rannsókna á evrópsku kjöti og fæði frá því í fyrra. Ef þessum skilyrðum verður ekki fullnægt hafa Rússar hótað því að setja bann á innflutning kjöts frá nokkrum löndum í Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×