Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas 7. mars 2007 18:45 Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað. Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira