Erlent

Samkynhneigðir vilja í bandaríska herinn

Bandarískir hermenn að störfum í Írak.
Bandarískir hermenn að störfum í Írak. MYND/AFP

Tólf fyrrum hermenn í bandaríska hernum, sem eru samkynhneigðir, fóru í dag í mál við ríkisstjórn Bandaríkjanna til þess að fá aftur inngöngu í herinn. Þeim hafði verið vísað úr hernum fyrir að vera samkynhneigð. Í dag er stefna hersins gagnvart samkynhneigðum sú að herinn má ekki spyrja við inngöngu hvort að viðkomandi sé samkynhneigður. Ef það kemst hins vegar upp er hernum heimilt að vísa viðkomandi úr hernum.

Þetta segja hinir fyrrum tólf hermenn, sex karlmenn og sex konur, að sé ólögleg mismunun. Lögin sem að heimila þetta eru 14 ára gömul. Fólkið segir að lögin hafi neytt þau til þess að lifa í lygi. Þau hafa komist í kastljósið þar sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að fjölga í hernum vegna styrjaldanna í Írak og Afganistan. Herinn hefur rekið fleiri en 11.000 manns fyrir að vera samkynhneigðir. Sem stendur eru tvö önnur mál í gangi út af þessum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×