Körfubolti

Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig

Rasheed Wallace er mjög opinskár í samskiptum sínum við dómara.
Rasheed Wallace er mjög opinskár í samskiptum sínum við dómara.

Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir.

Wallace fékk sína 16. tæknivillu á tímabilinu gegn Denver í nótt, sem þýðir sjálfkrafa eins leiks bann. “Sekt og bönn skipta mig engu máli. Peningar skipta mig engu, ég á nóg af þeim og þeir munu ekki breyta þeirri persónu og þeim leikmanni sem ég er,” sagði Wallace, en hann hefur einstaklega gaman að því að rífa kjaft við dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×