Erlent

Bjórnum varpað beint úr ísskápnum

Bandarískur hugbúnaðarverkfræðingur kynnti nýja og afar gagnlega uppfinningu í vikunni sem nú er senn á enda. Tækið sem hann fann upp getur skotið bjórdósum beint úr ísskápnum yfir í stofusófann. Aðeins þarf að ýta á hnapp á fjarstýringu til að fá kaldan bjór í fangið. Hægt er að hlaða allt að tíu dósum í bjórvörpuna og skjóta þeim rúma fjóra metra. Fjöldaframleiðsla er ekki ennþá hafin en höfundur þessa þarfaþings segir að með uppfinningunni hafi hann látið gamlan draum frá í menntaskóla rætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×