Erlent

Viðræðurnar fóru út um þúfur

Fatmir Sejdiu, forseti Kosovo, og Martii Ahtisaari í Vín í gær.
Fatmir Sejdiu, forseti Kosovo, og Martii Ahtisaari í Vín í gær. MYND/AP

Lokaviðræður Serba og Kosovo-Albana um framtíð Kosovo-héraðs sem fram fóru í Vínarborg í Austurríki í gær enduðu án þess að nokkurt samkomulag næðist. Martii Ahtisaari, sérlegur sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, sagði við blaðamenn eftir fundinn að reynt hefði verið til þrautar að finna lausn sem báðir aðilar sættu sig við en án árangurs. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá 1999 og mun Ahtisaari í lok mánaðarins kynna öryggisráðinu tillögur sínar um framtíðarskipan. Samkvæmt þeim verður Kosovo sjálfstætt að flestu leyti nema nafninu til og við það eiga Serbar erfitt með að sætta sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×