45 ára ferli að ljúka 12. mars 2007 18:45 Jacques Chirac, Frakklandsforseti, tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. MYND/AP Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira