Viðskipti innlent

Þrjú fjarskiptafyrirtæki sóttu um þriðju kynslóðina

Tilboðin opnuð hjá Fjarskiptastofnun. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri t.v.
Tilboðin opnuð hjá Fjarskiptastofnun. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri t.v. MYND/Stöð 2

Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun.

Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×