Erlent

Danir skammaðir fyrir fiskveiðistjórnun

Evrópusambandið hefur gagnrýnt fiskveiðistjórnun Dana harðlega, og sjávarútvegsráðherra landsins viðurkennir að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Stikkprufur sem gerðar voru hjá dönskum fiskimönnum leiddi í ljós að 13 prósent sinntu ekki skráningarskyldu sinni og lönduðu framhjá eftirlitskerfinu.

Gagnrýnin á Dani kom fram á neyðarfundi sem boðað var til í Brussel, með þjóðum sem stunda veiðar á Eystrasalti. Hans Christian Schmidt, sjávarútvegsráðherra Danmerkur mun á þingi á morgun þurfa að gera grein fyrir því hvernig hægt sé að auka eftirlit með veiðunum, í ljósi þess að fjármagn til eftirlitsins hefur verið skorið verulega niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×