Innlent

Bylting í gagnaflutningum

Þrjú símafyrirtæki munu keppa um hylli farsímanotenda með þriðju kynslóð farsíma, en þau uppfylla öll lágmarksskilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar um uppbyggingu kerfisins. Alger bylting verður í gagnaflutningum með tilkomu kerfisins en tilboð í uppbyggingu þess voru opnuð í morgun.

Nýtt símafyrirtæki, Nova, var með hagstæðasta tilboðið í uppsetningu á dreifikerfi fyrir þriðju kynslóð farsíma, sem opnuð voru hjá Póst og Fjarskiptastofnun í morgun. Þrjú tilboð bárust en auk Nova buðu Síminn og Og-fjarskipti í þjónustuna.

Póst- og fjarskiptastofnun býður út fjögur tíðnisvið, og þar sem öll fyrirtækin þrjú uppfylltu lágmarksskilyði stofnunarinnar um hraða uppbyggingar kerfanna og útbreiðslu þeirra, er útlit fyrir að þau fái öll úthlutað leyfum.

Öll fyrirtækin þrjú eru með áætlanir um hraðari útbreiðslu dreifikerfisins um allt land en kröfur Póst- og fjarskiptastofnunar gera ráð fyrir. Með þriðju kynslóð farsíma verður bylting í flutningi gagna í gegnum farsíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×